Föstudaginn 28. febrúar var haldin árshátíð yngsta stigs Hrafnagilsskóla í Laugarborg. Nemendur sýndu styttri útgáfu af leikritinu „Sagan af bláa hnettinum“, sem fjallar um hálfgerð villibörn sem búa á bláum hnetti lengst úti í geimnum og ævintýri þeirra. Börnin stóðu sig frábærlega í hlutverkum sínum og sýndu mikla leikgleði og kraftmikinn söng. Að leikritinu loknu [Meira...]
Categories
Featured posts
desember 20, 2022
desember 15, 2022
nóvember 21, 2022
Editor’s pick
Ný reglugerð varðandi grunnskólastarf var send á skólastjórnendur í síðustu viku.Það er ánægjulegt að við getum haldið skólastarfinu áfram á svipuðum nótum og fyrir páska og þurfum ekki að breyta stundaskrá né loka á milli stiga. Skóli hefst að nýju þriðjudaginn 6. apríl eftir stundaskrá. Skólabílar aka á venjulegum tímum og frístund er á sínum [Meira...]
Fljótt skipast veður í lofti og eins og þið eflaust öll vitið kom fram á ríkisstjórnarfundi um aðgerðir vegna Covid-19 að staðarnám á öllum skólastigum sé óheimilt frá og með miðnætti í kvöld til 1. apríl. Leikskólastig er undanþegið þessari reglugerð.Því verður enginn skóli 25. og 26. mars og ef allt gengur vel þá ætti [Meira...]
Foreldrafélög Hrafnagilsskóla og leikskólans Krummakots afhentu skólunum glæsilega gjöf á dögunum til útikennslu í Aldísarlundi. Það er færanleg útieldunarstöð. Henni fylgir ketill, panna, grind og lummupanna. Gjöfin mun nýtast nemendum beggja skóla vel og bæta aðstöðu til útikennslu til muna.Takk fyrir góða gjöf.
Föstudaginn 19. mars næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda á yngsta stigi. Nemendur, með aðstoð kennara, setja upp sýningu um Gullgæsina en ævintýrið um hana kemur úr safni Grimmsbræðra. Vegna samkomutakmarkana er ekki hægt að halda árshátíð með hefðbundnum hætti og verður sýningin því tekin upp með áhorfendum úr skólanum. Nemendur yngsta stigs bjóða til sölu [Meira...]