Nemendur í 6. og 7. bekk fóru í vettvangsferð í Listasafnið á Akureyri fyrir helgi. Hlynur safnstjóri og Pálína fræðslufulltrúi safnsins tóku á móti bekkjunum og skoðuðu nemendur sýningar frá Agli Loga Jónssyni „þitt besta er ekki nóg”, Rebekku Kühnis „Innan víðáttunnar” og „Gjöfin til íslenzkrar alþýðu”. Krakkarnir höfðu m.a.  tækifæri til að sjá eitt frægasta málverk Íslands, Fjallamjólk eftir Kjarval. Rebekka myndmenntakennari þeirra fór fyrir hópnum og gátu nemendur því spurt hana út í þær myndir sem hún var með á sýningunni.