Fljótt skipast veður í lofti og eins og þið eflaust öll vitið kom fram á rík­is­stjórn­arfund­i um aðgerðir vegna Covid-19 að staðarnám á öllum skólastigum sé óheimilt frá og með miðnætti í kvöld til 1. apríl. Leikskólastig er undanþegið þessari reglugerð.
Því verður enginn skóli 25. og 26. mars og ef allt gengur vel þá ætti skólahald að hefjast að nýju eftir páska þriðjudaginn 6. apríl. Ef staðan breytist eitthvað eftir páskaleyfi látum við ykkur vita.
Annars óskum við ykkur gleðilegra páska við þessar óvenjulegu aðstæður og við sjáumst hress að loknu páskaleyfi.

Með bestu kveðju,
Hrund og Björk