Foreldrafélag Hrafnagilsskóla í samstarfi við
starfsfólk Hrafnagilsskóla stendur fyrir
vinnudegi á skólalóðinni laugardaginn 26. maí
frá kl 10:00 – kl 14:00

Stefnan er að laga og mála skipið góða og húsin við
sandkassann. Hrafnagilsskóli leggur til málningu, annað efni og
verkfæri. Elmar og Davíð húsverðir stýra vinnunni.

Tilvalið að nota ferðina á kjörstað til að leggja hönd á plóg.

Í samstarfi við fjáröflun vegna 10. bekkjarferðar 2019 fá allir
vöffluávísun fyrir vinnuframlagið og get leyst hana út í
vöfflusölu á kjörstað, Hrafnagilsskóla.