Haustið 1971 hófst skólahald í Hrafnagilsskóla  en skólinn var heimavistarskóli fyrir 4 sveitarfélög (Svalbarðsstrandarhrepp, Öngulsstaðahrepp, Saurbæjarhrepp og Hrafnagilshrepp). Þetta fyrsta starfsár stunduðu nám í skólanum nemendur í 1. og 2. bekk gagnfræðastigs, alls 64, og fór kennslan fram á heimavist skólans.

 • Árið 1972 fluttist kennslan úr heimavistinni og yfir í nýtt kennsluhúsnæði, en skólinn var síðan formlega vígður 3. desember 1972.
 • 1973 var fyrst tekið landspróf við skólann og árið eftir gagnfræðapróf.
 • Árið 1974 var flutt í þrjár nýjar íbúðir við norðurálmu heimavistar
 • Árið 1980 var ný sundlaug, stærð 11 x 25 m.,  tekin í notkun
 • Árið 1982 var flutt í nýjan skólastjórabústað
 • Árið 1989 var rekstri heimavistar við skólann formlega hætt og tekinn alfarið upp daglegur akstur. Á starfstíma heimavistarinnar var fjöldi nemenda sem þar bjó frá 64 fyrsta starfsárið og upp í 89 nemendur þegar mest var.
 • Árið 1989 var nýtt íþróttahús tekið í notkun við skólann með mikilli vígsluhátíð.
 • Árið 1991 voru sveitarfélögin þrjú í innanverðum Eyjafirði sameinuð undir nafninu Eyjafjarðarsveit. Skólaárið 1991-1992 voru 69 nemendur í skólanum.
 • Árið 1992 er allt skólahald í Eyjafjarðarsveit sameinað undir eina stjórn. Allir nemendur fluttir á einn stað að Hrafnagili, en fyrst eftir sameininguna var skólasel í Sólgarði fyrir yngstu nemendurna úr Saurbæjarhreppi, en því var síðan lokað 1995. Þeir skólar sem sameinaðir voru: Grunnskóli Öngulsstaðahrepps Laugalandi, Grunnskóli Saurbæjarhrepps Sólgarði, Grunnskóli Hrafnagilshrepps Hrafnagili og Hrafnagilsskóli.
 • Samfara þessari sameiningu voru innréttaðar kennslustofur í kjallara íþróttahúss
 • Haustið 2000 var stofnuð sérdeild við skólann fyrir stúlkur sem dveljast á meðferðarheimilinu á Laugalandi. Að öllu jöfnu eru það 4-6 sem sækja skólann að staðaldri.
 • 2001 er viðbygging reist við suðurenda skólans með fjórum almennum kennslustofum, einni minni stofu, bókaherbergi og miðrými. Jafnframt var elsti hluti skólans endurnýjaður.
 • 13. janúar 2007 var ný sundlaug vígð ásamt heitum potti, vaðlaug, rennibraut og eimbaði. Einnig voru búningsklefar endurnýjaðir.
 • Vorið 2007 fékk skólinn Íslensku menntaverðlaunin sem forseti Íslands veitir þeim skólum sem sýna framúrskarandi skólastarf.
 • Haustið 2010 voru nemendur skólans 211.
 • Haustið 2011 voru nemendur skólans 203.
 • Haustið 2012 voru nemendur skólans 182.
 • Haustið 2013 voru nemendur skólans 173.
 • Haustið 2014 voru nemendur skólans 170.
 • Haustið 2015 voru nemendur skólans 150.
 • Haustið 2016 voru nemendur skólans 152.
 • Haustið 2017 voru nemendur skólans 140.
 • Haustið 2018 voru nemendur skólans 147.
 • Haustið 2019 voru nemendur skólans 161.

 

Skráð af Sigurði Aðalgeirssyni + seinni tíma viðbætur.