Frístund skólaárið 2024-2025 (uppfært 20. ágúst 2024)

Frístund  er starfrækt í Hrafnagilsskóla. Þar býðst nemendum í 1. – 4. bekk að dvelja eftir skóla frá  kl. 14:00 til kl. 16:00. Það skal tekið fram að sækja þarf börnin í síðast lagi kl. 16:00 en þá er lokað í frístund. 

Foreldrar og forráðamenn geta valið um þrenns konar dvalartíma. Þeir eru;

  • allir dagar milli kl. 14:00 og 16:00.
  • þrír ákveðnir dagar í viku milli kl. 14:00 og 16:00.
  • tveir ákveðnir dagar í viku milli kl. 14:00 og 16:00.

Verð í frístund eru eftirfarandi:

Frístundargjald Síðdegishressing Samtals
Full frístund 13.349 3.068 16.417
Frístund í 3 daga í viku 8.010 1.840 9.850
Frístund í 2 daga í viku 5.339 1.228 6.567

 

Boðið er upp á síðdegishressingu í frístund.

Tímagjald er 307 kr. á klukkustund og síðdegishressing kostar 161 krónu. Hækkun frá síðasta skólaári er 6,3%.

Ekki er dregið frá mánaðargjaldi þótt barn sé veikt eða í leyfi einhverja daga. Foreldrar og forráðamenn geta þó sótt sérstaklega um niðurfellingu gjalda ef veikindi vara lengur en 2 vikur samfellt. Greiðsluseðlar eru sendir út mánaðarlega. 

Systkinaafsláttur er samtengdur milli leikskóla og frístundar. Til að njóta afsláttar þurfa börnin að vera skráð á kennitölu sama forráðamanns (greiðanda) og með sama lögheimili.

Starfsmenn frístundar eru: Alexander Örn Friðjónsson, Arna Skaftadóttir og Heiða Rós Björnsdóttir. 

Eins og áður er það í boði að starfsfólk frístundar komi börnunum á íþróttaæfingar hjá U.m.f. Samherjum óski foreldrar og forráðamenn þess.

Afar mikilvægt er að tilkynna tímanlega til ritara tilfallandi breytingar á dvalartíma t.d. ef barn á að koma heim strax að skóla loknum eða er að fara í heimsókn til annars barns.

Hægt er að breyta mánaðarlegri skráningu með því að senda tölvupóst á nanna@krummi.is fyrir 25. næsta mánuð á undan og tilgreina dvalartíma barnsins. Sé ekki haft samband er litið svo á að um óbreyttan tíma verði að ræða.

Hægt er að hafa samband við starfsmenn í síma 464-8103 og 868-8103 eftir klukkan 14:00 og einnig er hægt að senda póst á nanna@krummi.is.

Frístund 2024-2025

22. ágúst – skólasetning, frístund lokuð.
3. sept. – útivistardagur, frístund opin.
3. okt. – foreldraviðtalsdagur, frístund opin frá kl. 8:00-16:00 *
4. okt. – starfsdagur, frístund lokuð.
21. og 22. okt. – vetrarfrí, frístund lokuð.
7. nóv. – starfsdagar, frístund lokuð.
15. nóv. – dagur íslenskrar tungu – frístund opin.
20. des. – litlu jólin, frístund lokuð.
21. des.- 1. jan., jólaleyfi, frístund lokuð.
2. jan. – starfsdagur, frístund lokuð.
27. og 28. jan. – foreldraviðtalsdagar, frístund opin frá kl. 8:00-16:00 *
5. mars – öskudagur, frístund lokuð.
6. og 7. mars – vetrarfrí, frístund lokuð.
18. mars – útivistardagur, frístund opin.
12.– 21. apríl – páskaleyfi, frístund lokuð.
25. apríl – starfsdagur, frístund lokuð.
2. júní – síðasti skóladagur nemenda, frístund opin.

 

*Skrá þarf börn hjá starfsmönnum frístundar eða ritara þá daga sem eru stjörnumerktir og greitt er sérstaklega fyrir þá.