Ný reglugerð varðandi grunnskólastarf var send á skólastjórnendur í síðustu viku.
Það er ánægjulegt að við getum haldið skólastarfinu áfram á svipuðum nótum og fyrir páska og þurfum ekki að breyta stundaskrá né loka á milli stiga.
Skóli hefst að nýju þriðjudaginn 6. apríl eftir stundaskrá. Skólabílar aka á venjulegum tímum og frístund er á sínum stað.
Í Hrafnagilsskóla munum við fara að öllum sóttvarnarreglum og gæta ítrustu varkárni í baráttunni við covid-19 faraldurinn á þessum lokaspretti sem framundan er. Sameiginlegir snertifletir verða áfram sótthreinsaðir og lögð áhersla á handþvott og að spritta hendur.
Starfsfólk notar nú grímur í auknum mæli þar sem tveggja metra fjarlægðamörk eru innan veggja skólanna og á það einnig við um nálægð við nemendur. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að koma ekki inn í skólann nema brýna nauðsyn beri til og þá þurfa þeir að vera með grímur.
Nemendur eru undanþegnir fjarlægðarmörkum og grímuskyldu. Íþrótta og sundtímar er leyfilegir á skólatíma en ekki eftir skóla svo allar íþróttaæfingar Samherja verða að bíða fyrst um sinn.

Ný reglugerð mun berast skólunum 15. apríl.

Hér er að finna slóð inn á frétt um reglugerðina sem nú er í gildi.
tjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/03/31/COVID-19-Skolastarf-eftir-paska/?fbclid=IwAR0UhXCmQEfVsXlbZLeiUSdTcb732NXHuYGWFjsait30TVcZUtE_jhaYYH4