Hrafnagilsskóli leggur ríka áherslu á öryggi og persónuvernd við vinnslu nemendaskráa. Markmið skólans er að tryggja trúnað, réttleika og aðgengi upplýsinga í nemendaskrá, í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd. Aðeins viðurkenndir aðilar hafa aðgang að þessum upplýsingum, sem eru varðveittar með viðeigandi öryggisráðstöfunum. Skólinn tryggir einnig að upplýsingar séu áreiðanlegar, réttar og aðgengilegar þegar þeirra er þörf, með tilvísun til alþjóðlegra öryggisstaðla.