Mötuneyti Hrafnagilsskóla skólaárið 2018-2019.

 

Valdimar Valdimarsson, matreiðslumaður sér um rekstur mötuneytis Hrafnagilsskóla en innheimta er í höndum starfsmanna á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Mötuneytisgjöld eru greidd mánaðarlega frá 1. september til 1. apríl, allt 8 greiðslur.

Veittur er systkinaafsláttur, tvö elstu systkinin greiða fullt gjald, þriðja barn greiðir hálft gjald og ekki er greitt fyrir fleiri systkini. Þessi afsláttur gildir bæði í grunn- og leikskóla.

Hækkun er 2,7 % frá síðasta skólaári og eru verð sem hér segir:

 

Nemendur í 1. – 7. bekk greiða 370 kr. pr. máltíð.

 Nemendur í 8. – 10 bekk greiða 456 kr. pr. máltíð.

Ávaxta- og grænmetisáskrift er 46 kr. pr. dag.

 Útreikningar á mötuneyti skólaárið 2018-2019

Bekkur Fjöldi daga Verð pr. máltíð Ávaxtaáskrift pr. dag Heildarverð án ávaxta-áskriftar Verð pr. gjalddaga Heildarverð með ávaxtaáskrift Verð pr. gjalddaga
1. 173 370 46 64.010 8.001 71.968 8.996
2. 173 370 46 64.010 8.001 71.968 8.996
3. 173 370 46 64.010 8.001 71.968 8.996
4. 173 370 46 64.010 8.001 71.968 8.996
5. 173 370 46 64.010 8.001 71.968 8.996
6. 173 370 46 64.010 8.001 71.968 8.996
7. 168 370 46 62.160 7.770 69.888 8.736
8. 173 456 46 78.888 9.861 86.846 10.856
9. 173 456 46 78.888 9.861 86.846 10.856
10. 169 456 46 77.064 9.633 84.838 10.605

 

Reynsla undanfarinna ára sýnir að nánast allir nemendur borða í mötuneytinu og eru í ávaxtaáskrift. Þess vegna biðjum við þá sem ekki ætla að hafa börn sín í mat mötuneytinu eða í ávaxtaáskrift að tilkynna það til ritara í síma 464-8100 eða á netfangið nanna@krummi.is fyrir 20. ágúst.