Foreldrafélög Hrafnagilsskóla og leikskólans Krummakots afhentu skólunum glæsilega gjöf á dögunum til útikennslu í Aldísarlundi. Það er færanleg útieldunarstöð. Henni fylgir ketill, panna, grind og lummupanna.
Gjöfin mun nýtast nemendum beggja skóla vel og bæta aðstöðu til útikennslu til muna.
Takk fyrir góða gjöf.