Skólaslit Hrafnagilsskóla fara fram í íþróttahúsinu þriðjudagskvöldið 5. júní kl. 20:00. Fólk er beðið að huga að því hvort skólabækur eða bókasafnsbækur hafi gleymst heima og koma þeim til skila. Einnig eru þeir sem eiga eftir og ætla að skila UNICEF-áheitum hvattir til að skila þeim til ritara.
Óskilamunir verða til sýnis og eru allir hvattir til að kíkja á þá.
Við þökkum nemendum fyrir samveruna í vetur og foreldrum og forráðamönnum fyrir samstarfið. Skólinn verður settur að nýju miðvikudaginn 22. ágúst klukkan 13:00.
Sumarkveðjur frá starfsfólki Hrafnagilsskóla.