Í dag var haldin árleg Gettu betur spurningakeppni milli bekkja á unglingastigi. Þessi skemmtilega hefð hefur verið við lýði í skólanum í yfir 20 ár og er alltaf jafn vinsæl. Keppnin var æsispennandi að vanda og úrslitin réðust ekki fyrr en á allra síðustu spurningu. Níundi bekkur fór með sigur úr býtum, 10. bekkur lenti [Meira...]
Categories
Featured posts
september 6, 2024
júní 21, 2024
Editor’s pick
Sunnudagskvöldið 12. mars kl. 20.30 stendur Foreldrafélag Hrafnagilsskóla fyrir fræðslu um forvarnir gegn fíkniefnum. Hildur H. Pálsdóttir leiðir fræðsluna og er fyrirlesturinn unninn út frá hennar eigin reynslu sem foreldri og einnig út frá spurningum nemenda. Fyrirlesturinn verður í stofu 7 (á miðstigsgangi).
Skjótt skipast veður í lofti. Eins og allir vita gátum við ekki farið í Hlíðarfjall í morgun eins og áætlað var. Í staðinn förum við í fyrramálið og verður tilhögun alveg eins og hún átti að vera í dag, t.d. leiga á skíðabúnaði, rútur og nesti. Allir nemendur fara heim kl. 14:00 nema þeir sem [Meira...]
Sprengidagshátíðin er alltaf einn af skemmtilegustu dögum skólaársins. Eins og alltaf var mikið um dýrðir. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni. Myndir frá hátíðinni.
Þriðjudaginn 7. febrúar fór útför Sigurðar Aðalgeirssonar, fyrrverandi skólastjóra Hrafnagilsskóla, fram í Akureyrarkirkju. Sigurður var fyrsti skólastjóri skólans frá árinu 1971 og í hartnær þrjátíu ár starfaði hann við skólann ásamt konu sinni Sigurhönnu J. Salómonsdóttur. Hrafnagilsskóli, sem þá var eingöngu unglingaskóli, var vígður við hátíðlega athöfn 3. desember 1972 en rúmu ári fyrr hófst [Meira...]