Aðgerðir okkar í sóttvörnum frá 12.  – 23. október eru:
Skólastarf heldur sér þ.e.a.s. stundaskrá og námsgreinar.
Samverustundir falla niður en kennarar 1. – 7. bekkja eru hvattir til að byrja hvern morgun á að fara með skólaheitið og halda litla samverustund í sinni stofu.
Einstaklingstímar í Tónlistarskóla Eyjafjarðar halda sér á skólatíma.
Allt starfsfók og nemendur heldur áfram að sinna persónulegum sóttvörnum, handþvotti og sprittun. Einnig er passað upp á fjarlægðarmörk milli fullorðinna og fjölda í hverju rými. Sameiginlegir snertifletir eins og kaffikönnur og ljósritunarvél eru sótthreinsaðir eftir hverja notkun. Einnig er passað upp á fjarlægðarmörk milli fullorðinna og fjölda í hverju rými. Dregið er úr fundum og þeir teknir rafrænt eins og hægt er.
Grunnskólinn er lokaður fyrir umgengni fullorðinna fyrir utan starfsfólk skólans á skólatíma, með nokkrum undantekningum eins og þjálfurum Ungmennafélagins Samherja, danskennara, talmeinafræðingi og skólahjúkrunarfræðingi. Þessir einstaklingar bera grímur í almennum rýmum.
Sundlaug er lokuð almenningi til klukkan 16:00. Einnig lokað fyrir klukkan 8:00.
Íþróttahús er einungis opið leik- og grunnskólabörnum þ.e. fyrir íþróttatíma, frímínútur og æfingar Samherja.
Bókasafn er lokað almenningi til klukkan 16:00.
Engin utanaðkomandi starfsemi er leyfð í skólabyggingunni nema félagsmiðstöð unglingastigs.
Mötuneyti er einungis notað fyrir heimafólk. Enginn utan skólasamfélagsins borðar þar á skólatíma. Matur verður skammtaður af starfsfólki mötuneytis.