Snjallkennsluvefurinn, snjallkennsla.is hlaut á dögunum styrk frá Verðlauna- og styrktarsjóði Rótarý á Íslandi fyrir framúrskarandi og nýstárlegt verkefni á sviði mennta og vísinda.
     Verkefnið er unnið af Hans Rúnari Snorrasyni verkefnastjóra tölvu- og tæknimála í Hrafnagilsskóla og Bergmanni Guðmundssyni verkefnastjóra í Giljaskóla, Vefurinn varð til eftir ráðstefnu um tölvur og tækni, Utis, sem haldin var í Skagafirði árið 2018 og þeir félagar sóttu. Þar spratt fram sú frábæra hugmynd að búa til vef með fullt af kennslumyndböndum og efni til þess að hjálpa kennurum.
     Þeim Hans og Bergmanni fannst vera þörf á vef fyrir kennara sem væru að stíga sín fyrstu skref í tækni og vildu læra í rólegheitum. Í dag eru 73 myndskeið inni á vefnum snjallkennsla.is með tæplega fjögurra klukkustunda kennsluefni sem sérsniðið er fyrir kennara.