Ef allt gengi sinn vanagang hefðum við verið með þemadaga í síðastliðinni viku sem hefðu endað með uppskeruhátíð á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Nú var ekki hægt að halda stóra hátíð en í staðinn gerðum við okkur glaðan dag. Í hverri kennslustofu var lítil stofuhátíð þar sem nemendur gæddu sér á múffum og svala og horfðu á myndband sem allir bekkir lögðu innlegg í síðustu daga.

Hér getið þið séð afraksturinn:

Á unglingastigi skiluðu nemendur myndbandi um stöðu íslenskunnar. Nemendum var skipt í hópa og áttu að velta fyrir sér spurningum eins og:

  • Er mikilvægt fyrir smáþjóð eins og Ísland að hafa sitt eigið tungumál, af hverju/af hverju ekki?
  • Hverjar eru helstu ógnir við íslenska tungu? Hver er ykkar skoðun á málinu? Hvaða rök getið þið fært fyrir þeirri skoðun? En gegn henni?
  • Hvað getum við gert til að minnka áhrif enskunnar? Þurfum við þess?
  • Hver eru áhrif snjalltækjanna á íslenskuna, eru þau góð eða slæm?
  • Hverjar haldið þið að framtíðarhorfur íslenskunnar séu, hvernig verður íslenskan eftir 100 ár?

Hér getið þið séð afrakstur vinnu þeirra.  Sum myndböndin eru í myndbandinu hér að ofan.

Til hamingju með Dag íslenskrar tungu