• Published On: 16.apríl 2025

    Skóladagtal fyrir veturinn 2025-2026 hefur verið samþykkt. Við vekjum athygli á sex daga nemendafríi í október en þá liggja starfsdagar að haustfrídögum. Við hvetjum fjölskyldur til þess að skipuleggja frí sín með frídaga skóladagatalsins í huga og vonum að þetta fyrirkomulag henti einhverjum fjölskyldum vel. Skóladagatal 2025-2026

Editor’s pick
  • Í Hrafnagilsskóla er áralöng hefð fyrir því að halda hátíð á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Í ár var engin breyting þar á og buðu nemendur fjölskyldum og íbúum sveitarinnar á hátíð í tali og tónum. Þemað í ár tengdist þjóðtrú Íslendinga og nemendur höfðu unnið að ýmsum verkefnum tengdum álfum, huldufólki og kynjaskepnum [Meira...]

  • Fimmtudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00. Nemendur flytja atriði í tali og tónum sem tengjast þema dagsins sem að þessu sinni er álfar, huldufólk og íslenskar kynjaskepnur. Nemendur 7. bekkjar hefja undirbúning fyrir Stóru upplestrarkeppnina og lesa upp [Meira...]

  •   Deigludagur - skapandi stöðvavinna unglinga í fjórum grunnskólum   ,,Getum við verið til klukkan fjögur næst og boðið fleiri skólum með!”   Miðvikudaginn 18. október tóku Þelamerkurskóli, Grenivíkurskóli, Valsárskóli og Hrafnagilsskóli sig saman og buðu nemendur á unglingastigi þessara skóla upp á sameiginlega stöðvavinnu þar sem skapandi skólastarf var í hávegum haft. Vinnan fór [Meira...]

  • Þriðjudaginn 5. september er útivistardagur hjá okkur í Hrafnagilsskóla. Skipulagið er eftirfarandi: Nemendur í 1.- 4. bekk fara í gönguferð í nágrenni skólans, fræðast um kóngulær og tína ber. Nemendur fá ávexti úr mötuneytinu en gott er að taka með sér hollt og gott nesti að heiman. Komið verður til baka í skólann um hádegi [Meira...]