Í dag er útivistardagur í Hrafnagilsskóla og þá fara nemendur og starfsfólk í skíðaferð. Starfsmaður Hlíðarfjalls staðfesti í morgun að hægt væri að koma með hópinn en þar sem tíðin síðustu daga var ekki hagstæð var svolítil óvissa þar um. Lítið er hægt að vera innan húss vegna sóttvarnarreglna svo mikilvægt er að nemendur komi vel klæddir. Áætluð heimkoma er rétt fyrir 14:00. Frístund verður með eðlilegum hætti eftir skíðaferðina.