Þriðjudaginn 5. september er útivistardagur hjá okkur í Hrafnagilsskóla.

Skipulagið er eftirfarandi:

  • Nemendur í 1.- 4. bekk fara í gönguferð í nágrenni skólans, fræðast um kóngulær og tína ber. Nemendur fá ávexti úr mötuneytinu en gott er að taka með sér hollt og gott nesti að heiman. Komið verður til baka í skólann um hádegi og borðað í mötuneytinu.
  • Nemendur í 5.-10. bekk fara í skólabílum að Systragili í Fnjóskadal og ganga þaðan Þingmannaleiðina að Eyralandi þar sem skólabílar koma og keyra nemendur aftur að skólanum. Þetta er u.þ.b. fjögurra tíma tiltölulega létt ganga en gengið er eftir stikaðri leið eftir stíg yfir heiðina. Á leiðinni má meðal annars sjá merkilega steinbrú sem hlaðin var 1871 enda er leiðin gömul samgönguleið yfir Vaðlaheiðina.
  • Nemendur fá nesti úr mötuneytinu en eins og hjá yngri nemendum er gott að taka með sér vatn og aukanesti. Mikilvægt er að vera á góðum skóm (ekki nýjum) og klæða sig eftir veðri, hafa t.d. meðferðis vettlinga, húfu/buff, aukasokka, hlífðarföt og bakpoka undir nesti.
  • Allir nemendur skólans fara heim með skólabílum klukkan 14:00 nema þeir sem skráðir eru í frístund.