Fimmtudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00. Nemendur flytja atriði í tali og tónum sem tengjast þema dagsins sem að þessu sinni er álfar, huldufólk og íslenskar kynjaskepnur.

Nemendur 7. bekkjar hefja undirbúning fyrir Stóru upplestrarkeppnina og lesa upp sögur og ljóð sem tengjast þjóðsagnaarfi okkar Íslendinga.

Nemendur í 10. bekk standa fyrir kaffisölu að lokinni dagskrá. Þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi:

  • 0-5 ára ókeypis
  • 1.-10. bekkur 1.000 kr. 
  • Þeir sem lokið hafa grunnskóla 2.000 kr.

Einnig munu nemendur 10. bekkjar verða með söluborð og selja þar m.a. merkta taupoka, buff og boli. Allur ágóði rennur í ferðasjóð bekkjarins.

 Athugið að enginn posi er á staðnum

Allir eru hjartanlega velkomnir, nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla