Forsíða

Hrafnagilsskóli hlýtur gæðaviðurkenningu eTwinning

Hrafnagilsskóli hlýtur gæðaviðurkenningu eTwinning fyrir þátttöku í verkefninu Bookit 2017. Verkefnið fólst í því að nemendur þáverandi 7. bekkjar lásu eina bók og gerðu svo handrit og myndband í tengslum við efni hennar.  Upphafskona verkefnisins var Rósa Harðardóttir en þeir kennarar sem tóku þátt fyrir hönd Hrafnagilsskóla voru Jóhanna Dögg Stefánsdóttir og Hans […]

13.október 2017|

Bleiki dagurinn 2017

Bleiki dagurinn verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 13. október 2017 um land allt.
Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í hinum bleika októbermánuði. Þennan dag hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.
Gaman væri ef einhverjir hefðu þetta í huga fyrir morgundaginn en að sjálfsögðu er þetta engin […]

12.október 2017|

Dagur læsis

Föstudaginn 8. september var dagur læsis á Íslandi og lásu þá allir í skólanum á sama tíma. Bæði stórir og smáir lásu í tuttugu mínútur og algjör kyrrð var meðan á lestrinum stóð. Gaman var að sjá fjölbreytni í bókum og lestraraðstæðum. Hér má sjá myndir frá deginum.

12.september 2017|

Útivistardagur

Þriðjudaginn 5. september var göngu- og útivistardagur skólans. Þrjár gönguleiðir voru valdar. Stysta leiðin var frá Hömrum yfir í Kjarnaskóg og gengu nemendur á yngsta stigi þá leið. Nemendur á mið- og unglingastigi gátu valið milli þess að ganga frá Naustaborgum yfir í Kjarnaskóg eða leiðina frá gömlu ruslahaugunum, upp í Fálkafell, að Gamla og […]

7.september 2017|
Load More Posts