Árshátíðin verður haldin í Laugarborg fimmtudaginn 23. mars milli klukkan 13:00 og 15:00.  Nemendur yngsta stigs sýna leikrit sem er samið upp úr bókinni ,,Langelstur í bekknum“. Að loknum skemmtiatriðum stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi.

Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri, 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri (aðra en sýnendur) og frítt fyrir þá sem eru yngri. Veitingar eru innifaldar í verði.

Allur ágóði af miðasölu rennur til nemenda, bæði í lyftugjöld í skíðaferð og til að greiða fyrir dagsferð 4. bekkinga. Athugið að ekki er posi á staðnum.

Skólabílar keyra ekki að árshátíð lokinni og frístund er opin milli kl. 15:00 og 16:00. 

Allir eru hjartanlega velkomnir. 

Nemendur í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla

  • Dagana 2. – 5. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að skrá nemendur í verðandi 1. bekk (börn fædd 2017) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu. Þeir sem [Meira...]

  • Pangea stærðfræðikeppniPangea stærðfræðikeppnin er fyrir alla nemendur 8. og 9. bekkja grunnskóla landsins. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði, hvetja þau sem halda að stærðfræði sé of erfið til dáða með því að sýna þeim að þau geti afrekað miklu ef þau reyna, og hvetja efnilegustu nemendurna til áframhaldandi afreka. [Meira...]

  • Árshátíðin verður haldin í Laugarborg fimmtudaginn 23. mars milli klukkan 13:00 og 15:00.  Nemendur yngsta stigs sýna leikrit sem er samið upp úr bókinni ,,Langelstur í bekknum“. Að loknum skemmtiatriðum stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi. Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri, 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri (aðra en sýnendur) og frítt fyrir [Meira...]