Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli um 12 km. fyrir innan Akureyri og eru um 180 nemendur í skólanum. Sýn Hrafnagilsskóla byggir á skilningi, fagmennsku og dyggðum. Agastefna skólans er Jákvæður agi og meðal sérkenna skólans er umhverfismennt, öflug list- og verkgreinakennsla ásamt nýtingu tækni til náms. Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is. Við óskum eftir að ráða [Meira...]
Categories
Featured posts
desember 18, 2024
desember 17, 2024
desember 2, 2024
Editor’s pick
Nemendur í 6. bekk fóru í sjóferð með Húna II, lærðu um sjávarútveg, renndu fyrir fiski og grilluðu aflann. Ferðin tengist ritunarverkefni um sjávardýr.
Hrafnagilsskóli býður foreldrum á Foreldrastefnumót til að efla samstarf og ræða velferð nemenda. Tilraunaverkefni sem stuðlar að öryggi barna og betra samstarfi heimila og skóla.
Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í Hrafnagilsskóla. Stjórn foreldrafélagsins boðar til aðalfundar foreldrafélagsins n.k. miðvikudagskvöld, 9. október. Að fundi loknum verður áhugaverður fyrirlestur sem á erindi við okkur öll og vonumst við að sjálfsögðu eftir góðri þátttöku og mætingu á hvort tveggja. Frekari upplýsingar eru hér í viðhengi og einnig er viðburðurinn auglýstur í gegnum facebooksíðu félagsins. [Meira...]
Hrafnagilsskóli hefur tekið upp símafrí sem hluta af aðgerðum sínum til að skapa einbeittara og truflunarlaust námsumhverfi fyrir nemendur. Símafríið er einfalt og skýrt: nemendur mega ekki nota síma né önnur snjalltæki á skólatíma, hvorki inni í skólanum né á skólalóðinni. Þetta á við um snjalltæki eins og símaúr sem geta truflað kennslu og einbeitingu.Reglurnar [Meira...]