• Published On: 6.maí 2025

    Litla upplestrarkeppnin hefur verið haldin í 15 ár á Íslandi en Hrafnagilsskóli tók í fyrsta skipti þátt í ár og nemendur í 4. bekk eru því frumkvöðlar. Markmið keppninnar er að bæta árangur í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu og lögð er áhersla á virðingu og vandvirkni í samvinnu við foreldra. Keppnin er undanfari Stóru [Meira...]

Categories
    Featured posts
    Editor’s pick
    • Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 5.-10. bekk í Hrafnagilsskóla. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans föstudaginn 22. nóvember kl. 13:10. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara og gaman væri að sjá nemendur í ,,betri fötunum” þennan dag. Verið öll hjartanlega velkomin

    • Nemendur á unglingastigi í Hrafnagilsskóla heimsóttu frystihús Samherja á Dalvík til að fræðast um hátækni og sjálfbærni í sjávarútvegi. Þeir sýndu mikinn áhuga og fengu hrós fyrir framkomu. Skólinn þakkar Samherja fyrir góðar móttökur og fræðandi kynningu.

    • Hrafnagilsskóli heldur hátíð í tilefni Dags íslenskrar tungu föstudaginn 15. nóvember kl. 13:00-15:00. Nemendur flytja atriði og 10. bekkur verður með veitingasölu þar sem ágóði rennur í ferðasjóð. Enginn posi er á staðnum. Öll eru velkomin!

    • Hans Rúnar og Bergmann hafa á undanförnum árum haft mjög jákvæð áhrif á skólastarf með stuðningi við kennara og nemendur um land allt með því að vera fyrirmyndir í notkun á upplýsingatækni í skólastarfi. Þeir hafa verið boðnir og búnir að aðstoða kennara sem leita til þeirra með fyrirspurnir og verið einstaklega ötulir við að deila hugmyndum um rafrænar