Í gær héldu nemendur í 5.–10. bekk Hrafnagilsskóla glæsilega danssýningu í íþróttahúsi skólans. Nemendur hafa undanfarnar vikur æft dansatriði undir leiðsögn Elínar Halldórsdóttur danskennara og sýndu þeir afrakstur æfinganna við góðar undirtektir áhorfenda. Á sýningunni var að vanda fjölbreytt dansdagskrá þar sem hæfileikar nemenda fengu að njóta sín.

Hrafnagilsskóli leggur mikla áherslu á að bjóða nemendum fjölbreyttar og skapandi námsleiðir og hefur danskennslan verið hluti af því í fjölmörg ár.

Við óskum nemendum og Elínu til hamingju með frábæra sýningu!

(Myndir frá danssýningunni fylgja með fréttinni).