Árshátíð nemenda á yngsta stigi í Hrafnagilsskóla

Föstudaginn 19. mars næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda á yngsta stigi. Nemendur, með aðstoð kennara, setja upp sýningu um Gullgæsina en ævintýrið um hana kemur úr safni Grimmsbræðra.

Vegna samkomutakmarkana er ekki hægt að halda árshátíð með hefðbundnum hætti og verður sýningin því tekin upp með áhorfendum úr skólanum.

Nemendur yngsta stigs bjóða til sölu slóð á [Meira…]

2021-03-17T08:41:01+00:0017.mars 2021|

Skíðaferð í dag 2. mars

Í dag er útivistardagur í Hrafnagilsskóla og þá fara nemendur og starfsfólk í skíðaferð. Starfsmaður Hlíðarfjalls staðfesti í morgun að hægt væri að koma með hópinn en þar sem tíðin síðustu daga var ekki hagstæð var svolítil óvissa þar um. Lítið er hægt að vera innan húss vegna sóttvarnarreglna svo mikilvægt er að [Meira…]

2021-03-02T07:08:20+00:002.mars 2021|

Skíða- og útivistarferð í Hlíðarfjall 2. mars

Þriðjudaginn 2. mars ráðgerum við að fara í skíðaferð í Hlíðarfjall. Þessi dagsetning er háð því að veður verði skaplegt. Þeir nemendur sem ætla að leigja skíði eða bretti  í skíðaleigunni í Hlíðarfjalli verða að panta búnaðinn fyrirfram, þá verður mun fljótlegra að fá skíðin/brettin afgreidd þegar við komum. Til þess að þetta [Meira…]

2021-02-24T11:42:53+00:0024.febrúar 2021|

Sprengidagshátíð 2021

Eins og venjulega var mikið um dýrðir á sprengidagshátíð grunnskólans. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni. Vegna sóttvarnaraðgerða var sprengidagshátíðinni skipt upp í tvö svæði. Hér koma myndir frá hátíðinni.

Myndir frá [Meira…]

2021-02-16T15:29:21+00:0016.febrúar 2021|

Sprengidagshátíð 2021

Sprengidagshátíð verður haldin í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 16. febrúar milli kl. 13:20-15:20. Skólabílar keyra nemendur heim að skemmtun lokinni.

Hátíðin í ár verður með öðru sniði en venjulega þar sem skólanum verður skipt í tvö sóttvarnarhólf þar sem nemendur miðstigs verða í öðru og nemendur á yngsta stigi á hinu. Nemendum á unglingastigi [Meira…]

2021-02-16T08:21:29+00:0016.febrúar 2021|
Go to Top