Sprengidagshátíð verður haldin í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 16. febrúar milli kl. 13:20-15:20. Skólabílar keyra nemendur heim að skemmtun lokinni.

Hátíðin í ár verður með öðru sniði en venjulega þar sem skólanum verður skipt í tvö sóttvarnarhólf þar sem nemendur miðstigs verða í öðru og nemendur á yngsta stigi á hinu. Nemendum á unglingastigi er skipt í tvo hópa sem sjá hvor um sitt stigið. 

Hægt verður taka þátt í söngliðakeppni, fara til spákonu, í draugaherbergi og á fleiri skemmtilegar stöðvar. Nemendum yngsta stigs verður boðið upp á andlitsmálningu og hárgreiðslu óski þeir þess. Allir nemendur eru hvattir til að mæta í búningum og leyfa hugmyndafluginu að njóta sín. 

Veittar verða viðurkenningar fyrir söng og búninga sem skara fram úr.

Sjoppan verður opin og nemendur í 9. bekk selja þar pítsur, sælgæti, gos og svala. Dæmi um verð í sjoppunni;

  • pítsusneið 350 kr.
  • gos 300 kr.
  • svali 150 kr.
  • súkkulaðistykki á bilinu 50-200 kr.
  • jarðaberjasælgæti 150 kr.
  • sleikipinni 50 kr.

 

Frí verður í skólanum á öskudag og vetrarfrí dagana 18. og 19. febrúar. Nemendur mæta því næst í skólann mánudaginn 22. febrúar. Það skal tekið fram að engin frístund verður á öskudag og vetrarleyfisdagana tvo en þeir sem skráðir eru í frístund á þriðjudaginn eiga þess kost að vera til kl. 16:00. Við biðjum foreldra og forráðamenn þeirra barna að láta vita í skólann hvort börnin þeirra mæti í frístundina þennan dag.