Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Mikilvæg skilaboð frá unglingastigsteymi

3.apríl 2020|

Nú er páskafríið framundan og mikilvægt að muna að gera það besta úr aðstæðum.  Teymið sem vinnur á unglingastigi hefur sett saman stutt myndband til þess að hvetja fólk til þess að gera uppbyggilega hluti í fríinu. Gleðilega páska og njótið

Breytt skipulag skólastarfsins næstu daga

16.mars 2020|

Frá og með morgundeginum 17. mars, skiptum við nemenda- og starfsmannahópnum í þrennt. Hver hópur verður í sem minnstu samneyti við hina hópana og förum við þar að tilmælum landlæknis og almannavarna. Hugmyndin á bak við þessa skiptingu er bæði sú að hægja á smiti eins [Meira...]

Engir skólabílar keyra í dag 11. mars

11.mars 2020|

Skólabílar keyra ekki af stað í dag vegna ófærðar. Hrafnagilskóli verður opinn og tekið á móti þeim nemendum sem geta mætt. Kveðja, skólastjórnendur.

Sprengidagshátíð 2020

25.febrúar 2020|

Mikið var um dýrðir á sprengidagshátíð grunnskólans. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni. Hér má sjá myndir frá hátíðinni.

Sprengidagshátíð 25. febrúar

19.febrúar 2020|

Sprengidagshátíð verður haldin í Hrafnagilsskóla þriðjudaginn 25. febrúar 2020 frá kl. 13:20-15:45. Skólabílar keyra nemendur heim að skemmtun lokinni. Sjoppan verður opin og nemendur í 10. bekk selja þar pítsur, popp, sælgæti og svala. Dæmi um verð í sjoppunni; pítsusneið 350 kr. popp-poki 250 kr. gos [Meira...]

Skíðaferð 3. mars

19.febrúar 2020|

Þriðjudaginn 3. mars ráðgerum við að fara í skíðaferð í Hlíðarfjall. Þessi dagsetning er háð því að veður verði skaplegt. Þeir nemendur sem ætla að leigja skíði eða bretti  í skíðaleigunni í Hlíðarfjalli verða að panta búnaðinn fyrirfram, þá verður mun fljótlegra að fá skíðin/brettin afgreidd [Meira...]

Go to Top