Fréttir

Fréttir2024-10-25T11:37:28+00:00
Skólahald hefst að nýju.

2.janúar 2021|

Þriðjudaginn 5. janúar hefst skóli að nýju eftir jólafrí. Fyrstu vikuna og fram til þriðjudaginn 12. janúar höfum við sama skipulag og var fyrir jól. Skólinn opnar klukkan 8:00 og lýkur kennslu klukkan 12:40 alla daga. Frístund verður opin frá 12:40 - 16:00 eins og áður. [Meira...]

Jólafrí

21.desember 2020|

Nú erum við komin í kærkomið jólafrí í Hrafnagilsskóla og óskum við ykkur öllum gleðilegra jóla. Skóli hefst að nýju þriðjudaginn 5. janúar. Enn er óljóst hvaða fyrirkomulag verður á skólahaldi þegar við mætum á nýju ári en við tökum á því þegar þar að kemur. [Meira...]

Umfjöllun um Hrafnagilsskóla

18.nóvember 2020|

Í síðasta þriðjudagsþætti, Að norðan, á sjónvarpsstöðinni N4 var m.a. fjallað um skólastarfið í Hrafnagilsskóla á Covid tímum. Hér að neðan má sjá innslagið frá skólanum. Að norðan, Hrafnagilsskóli á Covid tímum

Dagur íslenskrar tungu í skugga Covid

16.nóvember 2020|

Ef allt gengi sinn vanagang hefðum við verið með þemadaga í síðastliðinni viku sem hefðu endað með uppskeruhátíð á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Nú var ekki hægt að halda stóra hátíð en í staðinn gerðum við okkur glaðan dag. Í hverri kennslustofu var lítil stofuhátíð [Meira...]

Starfsdagur mánudaginn 2. nóvember

30.október 2020|

Eftir hertar sóttvarnarreglur 30. október ríkir nokkur óvissa varðandi fyrirkomulag skólahalds næstu vikur.Samkvæmt því sem kom fram í máli menntamálaráðherra verða næstu dagar nýttir til skipulags á skólastarfi en einhugur er um að halda skólastarfi gangandi með einhverjum hætti.Mánudaginn 2. nóvember verður starfsdagur í Hrafnagilsskóla og [Meira...]

Snjallkennsluvefurinn

21.október 2020|

Snjallkennsluvefurinn, snjallkennsla.is hlaut á dögunum styrk frá Verðlauna- og styrktarsjóði Rótarý á Íslandi fyrir framúrskarandi og nýstárlegt verkefni á sviði mennta og vísinda.     Verkefnið er unnið af Hans Rúnari Snorrasyni verkefnastjóra tölvu- og tæknimála í Hrafnagilsskóla og Bergmanni Guðmundssyni verkefnastjóra í Giljaskóla, Vefurinn varð til [Meira...]

Go to Top