Dagana 4. – 8. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir að skrá tilvonandi 1. bekkinga (börn fædd 2014) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um [Meira...]
Hér koma fréttir úr Hrafnagilsskóla. Þessar vikur sem við höfum verið með aðskildar starfsstöðvar hafa gengið ótrúlega vel og erum við afar ánægðar með að hafa ekki þurft að grípa til lokana eða frekari takmarkana. Eins og við höfum áður minnst á erum við stoltar af [Meira...]
Nú er páskafríið framundan og mikilvægt að muna að gera það besta úr aðstæðum. Teymið sem vinnur á unglingastigi hefur sett saman stutt myndband til þess að hvetja fólk til þess að gera uppbyggilega hluti í fríinu. Gleðilega páska og njótið
Frá og með morgundeginum 17. mars, skiptum við nemenda- og starfsmannahópnum í þrennt. Hver hópur verður í sem minnstu samneyti við hina hópana og förum við þar að tilmælum landlæknis og almannavarna. Hugmyndin á bak við þessa skiptingu er bæði sú að hægja á smiti eins [Meira...]
Skólabílar keyra ekki af stað í dag vegna ófærðar. Hrafnagilskóli verður opinn og tekið á móti þeim nemendum sem geta mætt. Kveðja, skólastjórnendur.
Mikið var um dýrðir á sprengidagshátíð grunnskólans. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni. Hér má sjá myndir frá hátíðinni.