Ár hvert efnir Mjólkursamsalan til teiknisamkeppni þar sem nemendum í 4. bekk um land allt gefst kostur á að senda mynd. Undir dyggri leiðsögn Einars Gíslasonar myndmenntakennara hafa nemendur í Hrafnagilsskóla unnið til verðlauna í þó nokkur skipti. Í ár voru það tveir nemendur sem voru valdir í hóp 12 verðlaunahafa en í keppnina bárust 1200 myndir. Það voru myndir Emmu Marie Freysdóttur og Viktors Árna Ástþórssonar sem voru valdar og hlutu þau peningarverðlaun sem ganga í sameiginlegan sjóð 4. bekkjar. http://skolamjolk.is/