Hrafnagilsskóli stóð sig frábærlega í Skólahreysti sem fram fór í íþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöldi. Nemendur skólans tóku þátt í fjölbreyttum keppnisgreinum sem reyndu á bæði líkamlega og andlega hæfileika þeirra. Keppt var í armbeygjum, dýfum, upphífingum, hreystigreip og hraðaþraut. Greinarnar eru krefjandi en skemmtilegar áskoranir fyrir keppendur. Lið Hrafnagilsskóla skipaði Haukur Skúli, Heiðrún, Berglind Eva og Hlynur Snær, varamenn liðsins voru Unnar og Katrín Björk. Þau hafa verið að æfa og undirbúa sig í vetur fyrir keppnina, sem endurspeglaðist í þeirra góðu frammistöðu.

Nemendur og kennarar skólans voru mættir til að hvetja keppendur áfram, sem skilaði sér í góðum árangri og jákvæðu viðmóti allan tímann. Þátttakan í Skólahreysti var ekki aðeins tækifæri til að sýna líkamlegan styrk heldur einnig til að efla liðsheild og skólaanda.

Hrafnagilsskóli endaði stoltur í öðru sæti riðilsins, rétt á eftir Þelamerkurskóla sem var í fyrsta sæti, og Dalvíkurskóla sem náði þriðja sætinu. Skólinn hlakkar til næstu keppni og er stoltur af frammistöðu nemenda sinna.