Sprengidagshátíðin er alltaf einn skemmtilegasti dagur skólaársins hjá okkur í Hrafnagilsskóla. Eins og venjulega var nóg að gera. Skepnur af öllum stærðum og gerðum ráfuðu um skólann, birtust í draugahúsum og leituðu jafnvel til spákvenna. Auðvitað var marserað og sumir fengu sér pítsu. Að lokum var svo kötturinn sleginn úr tunnunni.

Hér eru myndir svo frá hátíðinni