Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, fimmtudaginn 29. febrúar kl. 19:00.

Dagskráin hefst á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Að því loknu sýna nemendur í 5., 6. og 7. bekk stytta útgáfu af leikritinu ,,Glanni glæpur í Latabæ”.

Auk þess að leika, syngja og dansa í sýningunni sjá nemendur m.a. um leikmynd, leikskrá og tæknivinnu.

Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu. Síðan verður stiginn dans undir tónlist sem nemendur á miðstigi hafa valið af kostgæfni.

Skemmtuninni lýkur kl. 21:15. Aðgangseyrir er 2.000 kr. fyrir 16 ára og eldri, 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri (aðrir en sýnendur) og frítt fyrir þá sem yngri eru. Allur ágóði fer í sjóð sem greiðir niður lyftugjöld í skíðaferð og einnig fá 7. bekkingar niðurgreiðslu þegar þeir fara í skólabúðirnar á Reykjum. Athugið að ekki er posi á staðnum. 

Veitingar eru innifaldar í verðinu og sjoppa verður á staðnum.

Allir eru hjartanlega velkomnir!

Nemendur 5.-7. bekkjar Hrafnagilsskóla