Skemmtileg sjón blasti við í Hrafnagilsskóla þegar kennararnir Guðný, Elva Díana, Hulda og Lísbet á miðstigi mættu til kennslu í nákvæmlega eins jólafatnaði. Þetta frumlega framtak kennaranna var ein af mörgum skemmtilegum uppákomum í jólaklæðnaði starfsfólks skólans. Jólaskapið var sannarlega í hámarki þennan dag, þar sem starfsfólk skólans skartaði sínu fegursta í fjölbreyttum jólaklæðnaði. Þau [Meira...]
Categories
Featured posts
nóvember 16, 2020
október 30, 2020
október 21, 2020
Editor's pick
Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 18. janúar n.k. Hún hefst kl. 20:00 og stendur til kl. 23:30. Ekið er heim að balli loknu. Árshátíðin hefst á tveimur tónlistaratriðum og að þeim loknum sýna nemendur í 8., 9. og 10. bekk stytta útgáfu af Shrek og það eru kennarar á unglingastigi sem leikstýra. Auk [Meira...]
Við óskum nemendum okkar, foreldrum / forráðamönnum og sveitungum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hjartans þakkir fyrir árið sem er að líða. Skóli hefst að nýju fimmtudaginn 3. janúar klukkan 8:15. Jólakveðjur, starfsfólk Hrafnagilsskóla.
Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 5.-10. bekk í Hrafnagilsskóla. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans föstudaginn 30. nóvember kl. 13:10. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara. Þennan dag verður sparifatadagur hjá öllum nemendum skólans í tilefni af aldarafmæli fullveldis Íslands. Allir hjartanlega velkomnir.
Föstudaginn 16. nóvember verður dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Í tilefni af 30 ára afmæli Tónlistarskóla Eyjafjarðar vinna fjórir skólar saman á þemadögum og sýna afraksturinn þennan dag. Skólarnir þrír auk Hrafnagilsskóla eru Þelamerkurskóli, Grenivíkurskóli og Tónlistarskóli Eyjafjarðar. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00. Nemendur flytja í [Meira...]