Lokadagur nemenda þetta skólaárið er mánudagurinn 2. júní og þann dag keyra skólabílar heim kl. 13:00. Frístund er opin fyrir þá sem þar eru skráðir og er það síðasti opnunardagur þessa skólaárs. Skólaslitin fara fram í íþróttahúsinu þriðjudaginn 3. júní kl. 18:00. Fólk er beðið að huga að því hvort skólabækur eða bókasafnsbækur hafi gleymst [Meira...]
Categories
Featured posts
mars 20, 2025
mars 19, 2025
Editor’s pick
Við í Hrafnagilsskóla erum svo lánsöm að í nærsamfélagi okkar finnum við fyrir miklum velvilja í garð skólans. Gott dæmi um þetta er áhugi bændanna á Hrafnagili, þeirra Berglindar Kristinsdóttur og Jóns Elvars Hjörleifssonar, til að bjóða nemendahópum í heimsókn til sín. Að undanförnu hafa nemendur í 10. bekk verið að læra um erfðafræði í [Meira...]
Þriðja fréttabréf vetrarins er nú komið út. Þar er meðl annars fjallað um: Upplýsingar um samverustundir sem haldnar eru á hverjum morgni fyrir 1.-7. bekk og vikulega fyrir unglingastig Umfjöllun um árshátíðir skólans, þar sem unglingastig er búið með sína og fram undan eru árshátíðir mið- og yngsta stigs Kynningu á frumkvöðlastarfi skólans í nýtingu [Meira...]
Snillingarnir í 7. bekk kynntu sér nokkur verkfæri sem nýtast í málmsmíði eins og málmsög, blikkskæri, bor, síðubitur og flatkjaftatöng. Svo smíðuðu þeir grill úr niðursuðudósum. Auðvitað þurfti svo að prófa þetta. Í Aldísarlundi grilluðum við lúxus-mínispjót, sykurpúða og skemmtum okkur konunglega kringum eldinn. Krakkarnir smíðuðu líka útivistarstóla sem hefðu verið flottir að nota í [Meira...]
Vegna mjög slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að aflýsa skólahaldi í Hrafnagilsskóla á morgun fimmtudaginn 6. febrúar. Almannavarnir hafa gefið út rauða veðurviðvörun fyrir svæðið frá kl. 10:00 til 16:00 og því ekkert vit að senda skólabíla af stað í fyrramálið þar sem ljóst er að ekki verður hægt að keyra heim. Af þessum sökum [Meira...]