Í vinnustund á unglingastigi í vikunni var ljósmyndamaraþon. Nemendum var skipt í aldursblandaða hópa og áttu þeir að taka myndir sem lýstu ákveðnum hugtökum. Hugtökin voru m.a. fegurð, jafnrétti, fjölmenning, reiði, þríhyrningur o.s.frv. Allir hópar áttu að senda myndirnar í möppu inni á ,,google-classroom“. Myndir úr [Meira...]
Í tómstundahringekjunni á mánudögum hafa krakkarnir á yngsta stigi verið að mála myndir í föndurtímanum hjá Ingu Ó. stuðningsfulltrúa. Núna er búið að hengja þær upp til sýnis í Hjartanu og geta foreldrar og aðrir komið við í Hrafnagilsskóla og litið á ;) Þemað var náttúra [Meira...]
Þau Ásdís Arnardóttir sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari komu á samverustund í Hrafnagilsskóla og spiluðu Svaninn eftir Camille saint Saens en við höfum einmitt verið að hlusta á það verk á kyrrðarstundum að undanförnu. Ásdís og Daníel höfðu orð á því hvað nemendur skólans væru góðir hlustendur sem kunna bæði [Meira...]
Föstudaginn 14.10. og mánudaginn 17.10. var boðið upp á tæknilegónámskeið í fyrir nemendur í 4.-7. bekk. Jóhann Breiðfjörð, sem m.a. heldur úti heimasíðunni nyskopun.net, kom með 100 kg. af tæknilegói og leyfði krökkunum að byggja allskonar farartæki. Mikil ánægja var með námskeiðið og óhætt að segja [Meira...]
Kennarar við Hrafnagilsskóla hafa kortlagt læsiskennslu vetrarins og eru nú í óða önn að búa til tímaás fyrir þetta skólaár. Litið er á læsi frá mörgum sjónarhornum, til viðbótar við hefðbundinn lestur er m.a. unnið með myndlæsi, tilfinningalæsi, fjölmiðlalæsi og samskiptalæsi. Í vikunni funduðu kennarar og [Meira...]
Kynning frá Heimili og skóla verður fimmtudaginn 20. október kl. 14:10 í stofum 6 og 7. Kynningin er opin öllum, foreldrum og starfsfólki skólans. Þar mun Sólveig Karlsdóttir kynna læsissáttmálann og starf samtakanna. Allir hjartanlega velkomnir.