Þriðjudagskvöldið 5. júní voru skólaslit Hrafnagilsskóla. Þar kvöddum við nemendur 10. bekkjar og nokkra aðra nemendur sem færa sig í aðra skóla. Við þökkum þeim samfylgdina og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni. Meðfylgjandi myndir eru frá skólaslitunum.

Um leið og við þökkum nemendum og foreldrum fyrir samstarfið í vetur minnum við á að skóli hefst að nýju miðvikudaginn 22. ágúst með skólasetningu klukkan 13:00 í íþróttasalnum. Eftir skólasetningu fá nemendur, foreldrar eða forráðamenn námskynningu í heimastofum nemenda.