Þriðjudaginn 4. september er útivistardagur hjá okkur í Hrafnagilsskóla.

Gönguleiðir eru eftirfarandi:

  • Nemendur í 1.-3. bekk fara í fjöruferð að Gásum. Koma til baka í skóla um hádegi og borða í mötuneytinu.
  • Nemendur í 4.-10. bekk fara mislangar göngleiðir í Staðarbyggðarfjalli, ýmist upp á Haus eða á Uppsalahnjúk. Þessi hópur fær nesti úr mötuneytinu.

Gott er að hafa hollt aukanesti að heiman og vatn/drykki. Leyfilegt er að hafa með sér sætt kex og safa en ekki sælgæti eða gosdrykki. Mikilvægt er að vera á góðum skóm (ekki nýjum) og klæða sig eftir veðri, hafa t.d. meðferðis vettlinga, húfu/buff, auka sokka, hlífðarföt og bakpoka undir nesti. Gott er fyrir þá sem ætla í berjamó í ferðinni að taka með sér box.

Allir nemendur skólans fara heim með skólabílum klukkan 14:00 nema þeir sem skráðir eru í frístund.