Frá Hrafnagilsskóla.

Hrafnagilsskóli verður settur miðvikudaginn 22. ágúst kl. 13:00 í íþróttahúsinu. Nemendur mæta við heimastofur sínar og ganga inn í íþróttasal með umsjónarkennara. Eftir skólasetninguna kynna umsjónarkennarar starf skólaársins í heimastofum bekkjanna. Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn mæti með börnum sínum. Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl með foreldrum/forráðamönnum en mæta einnig á skólasetninguna.

Þeir foreldrar sem ætla að nýta sér pláss í frístund á komandi skólaári eru beðnir að sækja um eða staðfesta eldri bókanir fyrir 20. ágúst hjá ritara í síma 464-8100 eða með því að senda póst á nanna@krummi.is.

Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst og starf frístundar sama dag.

Skólastjórnendur