Í gær héldu nemendur í 5.–10. bekk Hrafnagilsskóla glæsilega danssýningu í íþróttahúsi skólans. Nemendur hafa undanfarnar vikur æft dansatriði undir leiðsögn Elínar Halldórsdóttur danskennara og sýndu þeir afrakstur æfinganna við góðar undirtektir áhorfenda. Á sýningunni var að vanda fjölbreytt dansdagskrá þar sem hæfileikar nemenda fengu að njóta sín. Hrafnagilsskóli leggur mikla áherslu á að bjóða [Meira...]
Categories
Featured posts
apríl 30, 2020
apríl 3, 2020
mars 16, 2020
Editor's pick
Foreldrafélag Hrafnagilsskóla í samstarfi við starfsfólk Hrafnagilsskóla stendur fyrir vinnudegi á skólalóðinni laugardaginn 26. maí frá kl 10:00 – kl 14:00 Stefnan er að laga og mála skipið góða og húsin við sandkassann. Hrafnagilsskóli leggur til málningu, annað efni og verkfæri. Elmar og Davíð húsverðir stýra vinnunni. Tilvalið að nota ferðina á kjörstað til að [Meira...]
Nemendur 6. bekkjar fræddust um hinn 11 ára og bráðduglega Atla Svavarsson sem hefur vakið mikla athygli fyrir dugnað sinn í að tína rusl. Forseti Íslands hefur meðal annars sent honum þakkarbréf fyrir dugnaðinn. Eftir smá umfjöllun um þennan magnaða pilt ákváðu nemendur að fara upp í skógarreitinn okkar, Aldísarlund og hreinsa svæðið. Mikill hugur og kraftur [Meira...]
Þriðjudaginn 17. apríl lauk danskennslu yngstu nemendanna með glæsilegri danssýningu í íþróttasal skólans. Þar sýndu nemendur 1. - 4. bekkjar ásamt elstu leikskólabörnunum ýmsa dansa undir stjórn Elínar Halldórsdóttur danskennara. Hér má sjá myndir frá sýningunni.