Frá og með morgundeginum 17. mars, skiptum við nemenda- og starfsmannahópnum í þrennt. Hver hópur verður í sem minnstu samneyti við hina hópana og förum við þar að tilmælum landlæknis og almannavarna. Hugmyndin á bak við þessa skiptingu er bæði sú að hægja á smiti eins og hægt er og einnig að ef smit verður hjá nemanda eða starfsmanni í einum hópi verður sá hópur sendur í sóttkví en ekki allur skólinn.

Stundaskrá raskast eitthvað með nýju skipulagi en kennarar skipuleggja kennsluna eins og hægt er með tilliti til aðalnámskrár grunnskóla.
Allar kennslugreinar þar sem nemendum voru áður í blönduðum hópum falla niður. Það eru til dæmis valgreinar á unglingastigi, tómstundahringekja og danskennsla. Eins falla íþróttatímar og sundkennsla niður tímabundið en í staðinn koma hreyfistundir úti á skólalóð.
Vegna þessarar skerðingar og breytinga t.d. á list- og verkgreinum var tekin sú ákvörðun að stytta skóladaginn tímabundið um tvær kennslustundir á degi hverjum. Skólabílar keyra heim klukkan 12:40.
Frístund verður opin eftir skóla til klukkan 16:00 fyrir þá nemendur í 1. og 2. bekk sem nú þegar eru skráðir.

Við biðjum þá foreldra sem keyra og sækja börn sín í skólann og nýta ekki skólabílinn að láta okkur vita. Eins viljum við minna á að ekki er hægt að nýta skólabílana fyrir heimsóknir eða til að komast til Akureyrar meðan þetta ástand varir.
Ef þið foreldrar metið það svo að þið viljið halda börnum ykkar heima þennan tíma biðjum við ykkur um að láta okkur vita og heyra í umsjónarkennara nemandans varðandi skipulag námsins.