Danssýning og sparifatadagur

Föstudaginn 8. nóvember ætla nemendur í 5. – 10. bekk að sýna það helsta sem þeir hafa lært hjá í haust hjá Elínu danskennara. Sýningin hefst kl. 13:10 og er í íþróttasalnum.

Í tilefni dagsins ætla nemendur og starfsfólk að mæta í betri fötunum og gera þannig daginn [Meira…]

2019-11-06T14:08:40+00:006.nóvember 2019|

Foreldrasamtöl

Foreldrasamtöl

Þriðjudaginn 1. október verða foreldraviðtöl í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn hafa fengið tímasetningar sendar í tölvupósti. Nemendur mæta með í viðtölin en eru að öðru leyti í fríi í skólanum þennan dag.

Við hvetjum foreldra til að kíkja á óskilamuni sem hafa safnast upp í haust en þeir verða staðsettir í Hjartanu.

2019-09-30T15:59:42+00:0030.september 2019|

Skólasetning

Hrafnagilsskóli verður settur fimmtudaginn 22. ágúst kl. 13:00 í íþróttahúsinu. Nemendur mæta við heimastofur sínar og ganga inn í íþróttasal með umsjónarkennara. Eftir skólasetninguna kynna umsjónarkennarar starf skólaársins í heimastofum bekkjanna. Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn mæti með börnum sínum. Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl með foreldrum/forráðamönnum en mæta einnig á skólasetninguna.
Þeir [Meira…]

2019-08-09T15:33:54+00:009.ágúst 2019|

Hrafnagilsskóli hlýtur styrk frá Forriturum framtíðarinnar

Hrafnagilsskóli hlaut á dögunum veglegan styrk frá Samtökunum Forritarar framtíðarinnar. Styrkurinn hljóðaði upp á 20 borðtölvur og  fjármagn til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu að upphæð kr. 70.000,-

Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla og auka áhuga á forritun og hagnýtingu á tækni í [Meira…]

2019-06-22T13:06:38+00:0022.júní 2019|

Skólaslit Hrafnagilsskóla

Síðasti skóladagur nemenda verður föstudaginn 31. maí. Þann dag er stefnt að því að vera sem mest utandyra og endað á sameiginlegri samverustund í Aldísarlundi klukkan 11:20 og grilli í Ungmennafélagsreitnum þar á eftir. Foreldrum og forráðamönnum er velkomið að koma og vera með okkur en ekki er gert ráð fyrir gestum í matinn. Þennan [Meira…]

2019-05-29T16:15:17+00:0029.maí 2019|
Go to Top