Danssýning

Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla og elsta árgangi í Krummakoti. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans fimmtudaginn 11. apríl kl. 13:00. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

 

 

 

 

2019-04-09T12:03:02+00:008.apríl 2019|

Að flækjast í vefnum – ofnotkun netsins

Eyjólfur Örn Jónsson - Eigandi myndar Ingvi Hrannar Ómarsson Eyjólfur Örn Jónsson – Eigandi myndar Ingvi Hrannar Ómarsson

Foreldrafélag Hrafnagilsskóla og Hrafnagilsskóli standa fyrir fyrirlestri með Eyjólfi Erni Jónssyni sálfræðingi um hættur netsins og netfíkn. Mikil umræða hefur verið um netfíkn og rannsóknir sýna að vandamálið fer [Meira…]

2019-03-15T08:59:41+00:0015.mars 2019|

Árshátíð yngsta stigs

Hátíðin verður haldin í Laugarborg föstudaginn 22. mars frá klukkan 13:00—15:00.  Nemendur yngsta stigs sýna leikrit um lífið á yngsta stigi í Hrafnagilsskóla og ,,stórsveit 4. bekkinga“ er með tónlistaratriði.

Að loknum skemmtiatriðum stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi.

Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri og frítt fyrir börn á grunnskólaaldri og þá sem yngri eru. [Meira…]

2019-03-13T14:29:22+00:0013.mars 2019|

Akstur skólabíla raskast vegna veðurs

Sökum hvassviðris raskast akstur skólabíla í dag þriðjudaginn 26. febrúar.
Leið 1 og 2 halda sinni áætlun en leiðir 3, 4 og 5 keyra ekki af stað.
Við biðjum þá foreldra og forráðamenn sem eiga börn sem taka þessa skólabíla að meta hvort þeir koma börnunum í skólann með öðrum hætti eða haldi þeim heima og láta [Meira…]

2019-02-26T06:54:50+00:0026.febrúar 2019|
Go to Top