Foreldrasamtöl

Þriðjudaginn 1. október verða foreldraviðtöl í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn hafa fengið tímasetningar sendar í tölvupósti. Nemendur mæta með í viðtölin en eru að öðru leyti í fríi í skólanum þennan dag.

Við hvetjum foreldra til að kíkja á óskilamuni sem hafa safnast upp í haust en þeir verða staðsettir í Hjartanu.