Hrafnagilsskóli hlaut á dögunum veglegan styrk frá Samtökunum Forritarar framtíðarinnar. Styrkurinn hljóðaði upp á 20 borðtölvur og  fjármagn til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu að upphæð kr. 70.000,-

Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla og auka áhuga á forritun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins. Fyrirtæki úr atvinnulífinu eru hollvinir og leggja sjóðnum lið með framlögum í formi peninga eða tölvubúnaðar.

Hrafnagilsskóli þakkar Forriturum framtíðarinnar kærlega fyrir að styðja við forritun og tækni í Hrafnagilsskóla.