Vinnustundir á unglingastigi

Nemendur á unglingastigi voru að ljúka við þriggja vikna stöðvavinnu þar sem allir fóru til Palla í sundleiki og sprell, til Ásu í teygjur og slökun og síðast en ekki síst til Óðins til að kryfja fiska og fræðast um fiskveiðar og fisktegundir í kringum Ísland. Fiskurinn í sjónum er ein helsta auðlind [Meira…]

2022-04-28T15:54:19+00:006.apríl 2022|

Árshátíð miðstigs 2022

Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, miðvikudaginn 6. apríl kl. 19:00.

Dagskráin hefst á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Að því loknu sýna nemendur í 5., 6. og 7. bekk stuttan söngleik byggðan á Disney kvikmyndinni Encanto um hina töfrandi fjölskyldu Madrigal þar sem allir fjölskyldumeðlimir búa yfir einhverri sérstakri [Meira…]

2022-04-04T08:46:52+00:004.apríl 2022|

Vinningshafi í teiknisamkeppni

Á samverustund í dag, 29. mars, var tilkynnt um vinningshafa í árlegri teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar. Mynd Sigurbjörns Árna í 4. bekk var valin af dómnefnd ein af 10 bestu myndum ársins 2022. Í verðlaun er peningaupphæð sem gengur í bekkjarsjóð 4. bekkjar. Við óskum vinningshafa innilega til hamingju.

[Meira…]

2022-03-29T13:47:39+00:0029.mars 2022|

Upplestrarkeppnin

Föstudaginn 18. mars fór fram upplestrarkeppni nemenda í 7. bekk. Nemendur hafa æft upplestur og framsögn frá því í nóvember í umsjón Elvu Díönu kennara.
Dómnefnd valdi tvo fulltrúa til að taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fyrir hönd Hrafnagilsskóla sem haldin verður á Dalvík 27. apríl. Anton og Emelía voru valin sem [Meira…]

2022-03-23T10:51:40+00:0023.mars 2022|

Sprengidagshátíð 2022

Eins og venjulega var mikið um dýrðir á sprengidagshátíð grunnskólans. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni.

Myndir frá hátíðinni.

2022-03-01T20:50:01+00:001.mars 2022|
Go to Top