Föstudaginn 18. mars fór fram upplestrarkeppni nemenda í 7. bekk. Nemendur hafa æft upplestur og framsögn frá því í nóvember í umsjón Elvu Díönu kennara.
Dómnefnd valdi tvo fulltrúa til að taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fyrir hönd Hrafnagilsskóla sem haldin verður á Dalvík 27. apríl. Anton og Emelía voru valin sem aðalmenn en til vara eru Sölvi, Ólöf Milla og Sunna Bríet.
Í dómnefnd voru Anna Guðmundsdóttir, Margrét B. Aradóttir og Leifur Guðmundsson.
Gaman var að sjá hversu vel allir nemendur stóðu sig og höfðu tekið miklum framförum frá því í haust.