Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, miðvikudaginn 6. apríl kl. 19:00.

Dagskráin hefst á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Að því loknu sýna nemendur í 5., 6. og 7. bekk stuttan söngleik byggðan á Disney kvikmyndinni Encanto um hina töfrandi fjölskyldu Madrigal þar sem allir fjölskyldumeðlimir búa yfir einhverri sérstakri gáfu.

Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og einnig verður sjoppa á staðnum. Síðan verður stiginn dans undir tónlist sem nemendur á miðstigi hafa valið af kostgæfni.

Skemmtuninni lýkur kl. 21:00. Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri, 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri (aðra en sýnendur) og frítt fyrir þá sem yngri eru. Allur ágóði fer í sjóð sem greiðir lyftugjöld í skíðaferðum, dagsferð nemenda í 4. bekk og einnig fá nemendur í 7. bekk niðurgreiðslu þegar þeir fara í skólabúðirnar á Reykjum. Athugið að ekki er posi á staðnum. 

Veitingar eru innifaldar í verðinu og sjoppa verður á staðnum.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Nemendur 5.-7. bekkjar Hrafnagilsskóla

 

  • Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 1.-4. bekk í Hrafnagilsskóla og elsta árgangi í Krummakoti. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans fimmtudaginn 5. maí kl. 13:20. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elínu Halldórsdóttur danskennara. Allir eru hjartanlega velkomnir.

  • Dagana 2. – 6. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla, bæði þeirra sem eiga að hefja nám í 1. bekk í haust og einnig eldri nemenda. Skráning fer fram hjá ritara skólans milli kl. 9:00-15:00 í síma 464-8100.

  • Óðinn Ásgeirsson með kennslu um fiststofna við Ísland

    Nemendur á unglingastigi voru að ljúka við þriggja vikna stöðvavinnu þar sem allir fóru til Palla í sundleiki og sprell, til Ásu í teygjur og slökun og síðast en ekki síst til Óðins til að kryfja fiska og fræðast um fiskveiðar og fisktegundir í kringum Ísland. Fiskurinn í sjónum er ein helsta auðlind þjóðarinnar og [Meira...]