Óðinn Ásgeirsson með kennslu um fiststofna við Ísland

Nemendur á unglingastigi voru að ljúka við þriggja vikna stöðvavinnu þar sem allir fóru til Palla í sundleiki og sprell, til Ásu í teygjur og slökun og síðast en ekki síst til Óðins til að kryfja fiska og fræðast um fiskveiðar og fisktegundir í kringum Ísland. Fiskurinn í sjónum er ein helsta auðlind þjóðarinnar og mikilvægt að nemendur þekki helstu tegundirnar og nýtingu þeirra. Eins og myndirnar sýna skorti hvorki áhuga né virkni hjá nemendum og það var frábært að fylgjast með þeim á öllum stöðvum. 

   Markmiðin með þessari stöðvavinnu voru:

  • Að vekja áhuga nemenda og auka virkni.
  • Hreyfing og vellíðan.
  • Samvinna og samskipti.
  • Að nemendur læri að slaka á og hugi að andlegri heilsu.
  • Námsgleði og skemmtilegt skólastarf.

Eftir páskafrí munu nemendur vinna áfram með hafið og fiska og við fáum til okkar gest sem starfar í sjávarútveginum til þess að vekja áhuga nemenda og fræða þá enn frekar.

  • Dagana 2. – 5. maí stendur yfir skráning nýrra nemenda í Hrafnagilsskóla. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að skrá nemendur í verðandi 1. bekk (börn fædd 2017) og einnig aðra nýja nemendur sem væntanlegir eru í skólann næsta haust. Á sama tíma er tekið á móti tilkynningum um flutning nemenda af svæðinu. Þeir sem [Meira...]

  • Pangea stærðfræðikeppniPangea stærðfræðikeppnin er fyrir alla nemendur 8. og 9. bekkja grunnskóla landsins. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði, hvetja þau sem halda að stærðfræði sé of erfið til dáða með því að sýna þeim að þau geti afrekað miklu ef þau reyna, og hvetja efnilegustu nemendurna til áframhaldandi afreka. [Meira...]

  • Árshátíðin verður haldin í Laugarborg fimmtudaginn 23. mars milli klukkan 13:00 og 15:00.  Nemendur yngsta stigs sýna leikrit sem er samið upp úr bókinni ,,Langelstur í bekknum“. Að loknum skemmtiatriðum stjórnar Elín Halldórsdóttir dansi. Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri, 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri (aðra en sýnendur) og frítt fyrir [Meira...]