Ófærð 24. febrúar

Vegna ófærðar og veðurs geta skólabílar ekki ekið af stað til að sækja nemendur í dag, 24. febrúar. Skólinn verður opinn fyrir þá nemendur sem komast í skólann en við biðjum ykkur að meta aðstæður á hverjum stað. Veðrið á að ganga niður samkvæmt veðurspá með morgninum og þá verður farið í að [Meira…]

2022-02-24T06:41:47+00:0024.febrúar 2022|

22. febrúar

Í nótt gekk yfir landið mikið hvassviðri en nú klukkan 6:30 hefur lægt og veðrið gengið niður í bili. Skólabílar keyra eftir áætlun og sækja nemendur. Um hádegi er aftur spáð hvassviðri og verðum við því að taka stöðuna varðandi heimkeyrslur. Foreldrar og forráðamenn verða látnir vita ef einhverjar breytingar verða á þeim.

2022-02-22T06:39:45+00:0022.febrúar 2022|

Skólahaldi aflýst mánudaginn 7. febrúar

Spáð er afar slæmu veðri á morgun mánudag, bæði ofankomu og roki, og hafa Almannavarnir gefið út appelsínugular viðvaranir fyrir Norðurland eystra.
Ákveðið hefur verið að fella skólahald niður á morgun, mánudaginn 7. febrúar, þar sem viðbúið er að ekki verði hægt að komast til og frá skóla.
Það verður því enginn skóli [Meira…]

2022-02-06T18:37:39+00:006.febrúar 2022|

Hátíð á degi íslenskrar tungu fellur niður

Skjótt skipast veður í lofti. Þar sem sóttvarnarreglum hefur verið breytt getum við ekki haldið hátíð á Degi íslenskrar tungu í dag 16. nóvember.

Ráðgert hafði verið að vera með allan nemendahópinn saman í íþróttahúsinu og streyma hátíðardagskránni til foreldrar og annarra gesta. Þar sem einungis 50 manns mega koma saman er það ekki lengur hægt.
Í [Meira…]

2021-11-16T11:12:57+00:0016.nóvember 2021|
Go to Top