Skíðaferðin verður miðvikudaginn 8. mars

Skjótt skipast veður í lofti. Eins og allir vita gátum við ekki farið í Hlíðarfjall í morgun eins og áætlað var. Í staðinn förum við í fyrramálið og verður tilhögun alveg eins og hún átti að vera í dag, t.d. leiga á skíðabúnaði, rútur og nesti.

Allir nemendur fara heim kl. 14:00 nema þeir sem eru [Meira…]

2023-03-07T14:01:36+00:007.mars 2023|

Sprengidagshátíð 2023

Sprengidagshátíðin er alltaf einn af skemmtilegustu dögum skólaársins. Eins og alltaf var mikið um dýrðir. Kynjaverur af öllum stærðum og gerðum svifu um skólann ýmist í draugaherbergjum, hjá spákonum, í marseringu eða borðandi pitsur. Að sjálfsögðu var kötturinn sleginn úr tunnunni.

Myndir frá hátíðinni.

2023-02-21T16:42:20+00:0021.febrúar 2023|

Minning

Þriðjudaginn 7. febrúar fór útför Sigurðar Aðalgeirssonar, fyrrverandi skólastjóra Hrafnagilsskóla, fram í Akureyrarkirkju. Sigurður var fyrsti skólastjóri skólans frá árinu 1971 og í hartnær þrjátíu ár starfaði hann við skólann ásamt konu sinni Sigurhönnu J. Salómonsdóttur. Hrafnagilsskóli, sem þá var eingöngu unglingaskóli, var vígður við hátíðlega athöfn 3. desember 1972 en rúmu ári [Meira…]

2023-02-08T16:24:04+00:008.febrúar 2023|

Árshátíð miðstigs 2023

Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, fimmtudaginn 16. febrúar kl. 19:00.

Dagskráin hefst á tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Að því loknu sýna nemendur í 5., 6. og 7. bekk stytta útgáfu af leikritinu Konungi ljónanna sem byggt er á bandarísku teiknimyndinni Lion King.

Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á [Meira…]

2023-02-07T10:16:31+00:007.febrúar 2023|

Árshátíð unglingastigs

Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 13. janúar n.k. Hún hefst kl. 20:00 og stendur til kl. 23:00. Skólabílar aka heim að balli loknu.

Nemendur í 8., 9. og 10. bekk sýna stytta útgáfu af söngleiknum ,,Grease“ og kennarar á unglingastigi leikstýra. Auk þess að leika, syngja og dansa [Meira…]

2023-01-05T09:25:22+00:005.janúar 2023|
Go to Top